Enski boltinn

Ráðist á bróðir United-leikmanns eftir Manchester-slaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mame Biram Diouf spilar í 32 eins og Carlos Tevez gerði.
Mame Biram Diouf spilar í 32 eins og Carlos Tevez gerði. Mynd/Getty Images
Bróðir Mame Biram Diouf leikmanns Manchester United lenti í vandræðum á heimleið frá Manchester-slagnum á laugardaginn því stuðningsmenn City-liðsins ræðust á hann, slógu hann niður og spörkuðu í hann. Diouf slapp þó nokkuð vel frá árásinni.

Það kveikti víst í óánægðum stuðningsmönnum Manchester City þegar Diouf gekk framhjá þeim í treyjunni sem bróðir hans var í úrslitaleik deildarbikarsins.

Mame Biram Diouf leikur nefnilega með númer 32 á bakinu sem er sama númer og Carlos Tevez, núverandi leikmaður City, var í þegar hann spilaði með Manchester United.

Vitni sögðu mennina hafa ráðist á hinn 28 ára gamla Diouf þegar hann gekk óvart inn í miðjar óeirðir fyrir utan völlinn. Hann fékk nokkur væn högg en hélt meðvitund.

„Þeir réðust aftan að honum nokkrir stuðningsmenn Manchester City þegar hann var að ganga í burtu frá leikvanginum," sagði

Jim Solbakken sem er umboðsmaður Mame Biram Diouf. "Sem betur fer tókst honum að sleppa í burtu og sleppa við alvarleg meiðsli," sagði Solbakken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×