Innlent

Árni ætlar að áfrýja

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að Árni og íslenska ríkið hefðu ekki staðið rétt að ráðningu héraðsdómara.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að Árni og íslenska ríkið hefðu ekki staðið rétt að ráðningu héraðsdómara.

Árni Mathiesen hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en hann ásamt íslenska ríkinu var gert að greiða Guðmundi Kristjánssyni, lögfræðingi, þrjár og hálfa milljón króna óskipt vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara á Norðurlandi eystra 2007.

Guðmundur sótti um starfið árið 2007 og var metinn hæfastur ásamt tveimur öðrum umsækjendum af sérstakri dómnefnd. Þorsteinn var aftur á móti metinn tveimur flokkum neðar í hæfni.

Lögmaður Árna vildi ekki tjá sig efnislega um málið fyrr en dómur Hæstaréttar fellur. Þá vildi Árni, sem þá var fjármálaráðherra, ekki heldur tjá sig um málið en hann var settur dómsmálaráðherra vegna ráðningarinnar þar sem Björn Bjarnason var óhæfur en Þorsteinn hafði unnið hjá ráðuneytinu.


Tengdar fréttir

Þurfa að greiða milljónir í miskabætur vegna skipunar dómara

Árni Mathiesen og íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða Guðmundi Kristjánssyni lögmanni óskipt þrjár og hálfa milljón í miskabætur fyrir að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara árið 2007. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×