Innlent

Þeir verst settu fá 15-30 milljónir afskrifaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tilkynnti aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Niðurstöðurnar eru fjölþættar en þar er meðal annars að nefna aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila þar sem lántakendur geta fengið eftistöðvar skulda færðar niður í allt að 110 prósent af veðrmæti.

Þá verða breytingar gerðar á vaxtabótakerfinu sem miða að því að styrkja stöðu heimila með lágar og millitekjur. Þá verður ráðist í sérstakt átak til að ná til fólks í vanskilum.

Jóhanna sagði að aðgerðirnar kostuðu yfir 100 milljarða króna en sá kostnaður fellur á ríkissjóð, bankana og lífeyrissjóðina.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis gerir nánar grein fyrir betur frá aðgerðunum hér á Vísi, í hádegisfréttum Bylgjunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eftifarandi eru helstu aðgerðirnar sem kynntar voru í morgun, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Jóhanna sagði að um væri að ræða lokahnykkinn í aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna.



Aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila


Lántakendum í greiðsluvanda með yfirveðsettar eignir býðst að fá eftirstöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar. Niðurfærslu skulda eru settar takmarkanir. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu að hámarki 4 m.kr. hjá einstaklingi og 7 m.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum, sem ætlunin er að afgreiða megi hratt. Mun ítarlegra mat á eignum og greiðslugetu þarf að koma til ef um meiri niðurfærslu er að ræða, að hámarki 15 m.kr. hjá einstaklingi og 30 m.kr. kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum.

Sértæk skuldaaðlögun

Með breytingum á sértækri skuldaaðlögun mun það úrræði bjóðast fleiri heimilum og bætt samstarf við úrvinnslu mun auka skilvirkni þess. Lántakendum í miklum greiðsluvanda býðst að færa lán sín niður í allt að 70% af verðmæti íbúðarhúsnæðis til samræmis við greiðslugetu. Allt að 30% af virði eignar er þá sett á vaxta- og afborgunarlaust biðlán í 3 ár og skuldir umfram 100% felldar niður.

Auknar vaxtabætur

Rúmlega 2 milljörðum króna verður varið til að viðhalda sérstakri hækkun vaxtabóta sem verið hefur við lýði á árunum 2009 og 2010. Jafnframt verður gerð breyting á almennum vaxtabótum þannig að þær komi í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar og miðlungstekjur.

Ný tímabundin vaxtaniðurgreiðsla

Nýtt tímabundið úrræði verður mótað til að greiða niður vaxtakostnað vegna íbúðahúsnæðis. Niðurgreiðslan er almenn, óháð tekjum, en fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin há mörk. Reikna má með að greiðslubyrði heimila muni lækka vegna þessa um allt að 200-300 þúsund kr. á ári. Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verður allt að 6 milljarðar króna á ári og verður hún í gildi árin 2011 og 2012. Ríkisstjórnin mun í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld.

Sérstakt átak til að ná til heimila í vanskilum

Lánveitendur munu kappkosta að ná til allra heimila sem eru í vanskilum og bjóða þeim viðhlítandi lausnir fyrir 1. maí 2011. Sérstökum samstarfsvettvangi verður komið upp til að flýta afgreiðslu mála og allar aðgerðir verða miðaðar við komast megi hjá uppboðum eigna.

Félagslegar lausnir í húsnæðismálum

Lánveitendur munu vinna með ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum við að koma á fót fjölbreyttum húsnæðislausnum og lífeyrissjóðir munu greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa á lægstu mögulegum vöxtum. Ríkisstjórnin mun ekki lækka framlög til húsaleigubóta á næsta ári.














Tengdar fréttir

Lög hindruðu lífeyrissjóði í upprunalegum tillögum

Lög heimila lífeyrissjóðum alls ekki að samþykkja upphaflegar hugmyndir stjórnvalda um að fella niður skuldir sjóðfélaga, að gefa með öðrum orðum eftir innheimtanlegar kröfur að óbreyttum lögum.

Lífeyrisréttindi skerðast ekki

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka Lífeyrissjóða, ítrekar að lífeyrisréttindi sjóðfélaga eiga ekki að skerðast með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. „Við teljum að þessi aðgerði ein og sér muni ekki færa niður þessi réttindi," sagði Arnar á blaðamannafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar í beinni

Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar, þar sem kynnt verða úrræði vegna skuldavanda heimilanna, verður haldinn klukkan ellefu í dag. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, eftir því að úrræðin yrðu kynnt.

Ríkið og lífeyrissjóðir hársbreidd frá samkomulagi um stórframkvæmdir

Ríkisstjórnin og Lífeyrissjóðirnir eru „hársbreidd“ frá því að ná samkomulagi um að lífeyrissjóðirnir fjármagni stórframkvæmdir á næstunni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag þegar aðgerðapakkinn var kynntur. Ráðherrann sagðist vonast til að hægt verði að ganga frá samningum þessa efnis eftir helgi, og sagði að þegar það yrði komið komið á hreint væri hægt að tala um „dágóðan jólapakka.“

Kostnaður bankastofnana tæpir 70 milljarðar

Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna vera jákvætt skref. „Þetta er mikilvægt skref sem ætti að hjálpa flestum," sagði Guðjón á blaðamannafundinum sem lauk fyrir stundu í Þjóðmenningarhúsinu.

Nýtt vaxtabótakerfi í bígerð

Nýtt vaxtabótakerfi, til viðbótar því gamla, er ein þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stefnir að til aðstoðar skuldugum heimilum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×