Innlent

Lífeyrisréttindi skerðast ekki

Arnar Sigurmundsson segir undirritun viljayfirlýsingarinnar vera stóra stund
Arnar Sigurmundsson segir undirritun viljayfirlýsingarinnar vera stóra stund
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka Lífeyrissjóða, ítrekar að lífeyrisréttindi sjóðfélaga eiga ekki að skerðast með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. „Við teljum að þessi aðgerði ein og sér muni ekki færa niður þessi réttindi," sagði Arnar á blaðamannafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

„Þetta er stóð stund sem við erum að upplifa hér í dag," sagði Arnar þegar hann tók til máls á fundinum, eftir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðapakkann í heild sinni.

Í yfirlýsingunnis segir meðal annars:

„Lífeyrissjóðir leitist við að greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa sem Íbúðalánasjóður mun bjóða út á lægstu mögulegum vöxtum. Fjárhæð útboðsins mun ráðast af stefnumörkun nefndar félags- og tryggingamálaráðherra og mati nefndarinnar á fjárþörf. Andvirði bréfanna yrði notað til að endurfjármagna útistandandi félagsleg leiguíbúðalán, fjármagna ný slík lán og fjármagna búseturéttarkerfi."


Tengdar fréttir

Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar í beinni

Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar, þar sem kynnt verða úrræði vegna skuldavanda heimilanna, verður haldinn klukkan ellefu í dag. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, eftir því að úrræðin yrðu kynnt.

Ríkið og lífeyrissjóðir hársbreidd frá samkomulagi um stórframkvæmdir

Ríkisstjórnin og Lífeyrissjóðirnir eru „hársbreidd“ frá því að ná samkomulagi um að lífeyrissjóðirnir fjármagni stórframkvæmdir á næstunni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag þegar aðgerðapakkinn var kynntur. Ráðherrann sagðist vonast til að hægt verði að ganga frá samningum þessa efnis eftir helgi, og sagði að þegar það yrði komið komið á hreint væri hægt að tala um „dágóðan jólapakka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×