Innlent

Ríkið og lífeyrissjóðir hársbreidd frá samkomulagi um stórframkvæmdir

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Ríkisstjórnin og Lífeyrissjóðirnir eru „hársbreidd" frá því að ná samkomulagi um að lífeyrissjóðirnir fjármagni stórframkvæmdir á næstunni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag þegar aðgerðapakkinn var kynntur. Ráðherrann sagðist vonast til að hægt verði að ganga frá samningum þessa efnis eftir helgi, og sagði að þegar það yrði komið komið á hreint væri hægt að tala um „dágóðan jólapakka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×