Innlent

Stakk konu og kveikti í fötum samfanga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið 49 ára gamla konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir margvisleg brot.



Hún var meðal annars dæmd fyrir að stinga aðra konu tvívegis í höfuðið með eldhúshnífi í ágúst í fyrra með þeim afleiðingum að konan, sem ráðist var á hlaut tvo skurði á höfði. Þá var hún jafnframt dæmd fyrir að kveikja í fataskáp í klefa samfanga síns, Catalinu Mikue Ncogo, í febrúar á þessu ári með þeim afleiðingum að fatnaður og önnur verðmæti eyðilögðust. Loks var hún dæmd fyrir að stela fatnaði og öðrum verðmætum úr Hagkaup í júlí í fyrra.



Fram kemur í dómnum að konan sem Bergþóra réðst á hafi áður lamið hana í höfuðið með steikarpönnu og hugsanlega buffhamri. Sú árás hafi hins vegar verið yfirstaðin og því geti Bergþóra ekki borið við sjálfsvörn í málinu.



Bergþóra á langan brotaferil á baki og hefur meðal annars hlotið tólf ára fangelsisdóm fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×