Guðbjartur Hannesson: Það lifir enginn á lágmarkslaunum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2010 12:08 Guðbjartur Hannesson. Það lifir enginn á lágmarkslaunum á Íslandi segir Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra. Hann segir nauðsynlegt að hækka lægstu laun til að fólk hafi einhvern hvata af því að vinna frekar en að þiggja bætur. Lágmarkslaun fyrir fulla vinnu á Íslandi eru 165 þúsund krónur. Eins og fram hefur komið í fréttum stöðvar tvö er í raun hagstæðara fyrir fólk að þiggja einungis bætur í stað þess að vera á vinnumarkaði á lágmarkslaunum. Félagsmálaráðherra segir það vera áhyggjuefni að fólk hafi meiri hvata af því að þiggja bætur heldur en vinna. „Það er alveg klárt að það þarf að fara yfir þessi atriði. Þetta kom strax upp þegar menn settu lágmarkstekjur til öryrkja í kringum 180 þúsund brúttó. Þá fóru menn upp fyrir bæði atvinnuleysisbætur og lágmarkslaunin. Þetta eru bara ákveðin skilaboð að við viljum búa betur að þessum bótaþegum en síðan verður atvinnumarkaðurinn að taka á því að tryggja að lágmarkslaunin fari upp líka," segir Guðbjartur. Spurður hvort það verði sem sagt að hækka lágmarkslaunin svarar Guðbjartur: „Að mínu mati er það þannig. ég held að það sé ómögulegt að menn séu að lifa hérna á 160 til 170 þúsund krónum í laun. Menn verða að tryggja það að það sé að minnsta kosti enginn að vinna á þeim kjörum." Sérstakur hópur á vegum ráðuneytisins vinnur nú að því að skilgreina lágmarksframfærslu á Íslandi. Von er á niðurstöðum í lok næsta mánaðar. „Allavega við núverandi aðstæður getum við sagt það að fólk sem er með mikið minna en 160 þúsund í brúttó laun það getur ekki lifað af því þannig að við þurfum auðvitað að skoða þetta heildstætt og tryggja að fólk geti lifað af bæði launum og bótum," segir Guðbjartur að lokum. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Það lifir enginn á lágmarkslaunum á Íslandi segir Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra. Hann segir nauðsynlegt að hækka lægstu laun til að fólk hafi einhvern hvata af því að vinna frekar en að þiggja bætur. Lágmarkslaun fyrir fulla vinnu á Íslandi eru 165 þúsund krónur. Eins og fram hefur komið í fréttum stöðvar tvö er í raun hagstæðara fyrir fólk að þiggja einungis bætur í stað þess að vera á vinnumarkaði á lágmarkslaunum. Félagsmálaráðherra segir það vera áhyggjuefni að fólk hafi meiri hvata af því að þiggja bætur heldur en vinna. „Það er alveg klárt að það þarf að fara yfir þessi atriði. Þetta kom strax upp þegar menn settu lágmarkstekjur til öryrkja í kringum 180 þúsund brúttó. Þá fóru menn upp fyrir bæði atvinnuleysisbætur og lágmarkslaunin. Þetta eru bara ákveðin skilaboð að við viljum búa betur að þessum bótaþegum en síðan verður atvinnumarkaðurinn að taka á því að tryggja að lágmarkslaunin fari upp líka," segir Guðbjartur. Spurður hvort það verði sem sagt að hækka lágmarkslaunin svarar Guðbjartur: „Að mínu mati er það þannig. ég held að það sé ómögulegt að menn séu að lifa hérna á 160 til 170 þúsund krónum í laun. Menn verða að tryggja það að það sé að minnsta kosti enginn að vinna á þeim kjörum." Sérstakur hópur á vegum ráðuneytisins vinnur nú að því að skilgreina lágmarksframfærslu á Íslandi. Von er á niðurstöðum í lok næsta mánaðar. „Allavega við núverandi aðstæður getum við sagt það að fólk sem er með mikið minna en 160 þúsund í brúttó laun það getur ekki lifað af því þannig að við þurfum auðvitað að skoða þetta heildstætt og tryggja að fólk geti lifað af bæði launum og bótum," segir Guðbjartur að lokum.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira