Fótbolti

Íslendingar áberandi í leik Stabæk og Halmstad (myndband)

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Vilhelm

Það er óhætt að segja að Íslendingar hafi stolið senunni í 3-2 sigri Stabæk gegn Halmstad í æfingaleik í dag.

Halmstad komst í 0-1 en Bjarni Ólafur Eiríksson, sem er á reynslu hjá Stabæk, jafnaði með marki úr aukaspyrnu. Stabæk komst svo yfir í leiknum og staðan var 2-1 í hálfleik.

Halmstad jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og var það varamaðurinn Jónas Guðni Sævarsson sem átti stoðsendinguna að því marki.

Veigar Páll Gunnarsson fékk svo stuttu síðar að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald en enn einn Íslendingurinn Pálmi Rafn Pálmason kom Stabæk yfir á ný í leiknum með góðu skallamarki á 58. mínútu og þar við sat.

Hægt er að sjá mörkin og viðtöl við Pálma Rafn og Bjarna Ólaf á opinberri heimasíðu Stabæk með því að smella hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×