Tíu leikmenn Liverpool skelltu erkifjendunum í Everton Ómar Þorgeirsson skrifar 6. febrúar 2010 14:36 Dirk Kuyt skorar hér mark Liverpool á Anfield-leikvanginum í dag. Nordic photos/Getty Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið, þegar liðið lagði granna sína í Everton að velli 1-0 á Anfield-leikvanginum en Hollendingurinn Dirk kuyt skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og dómarinn Martin Atkinson hafði í mörg horn að líta. Hasarinn náði hámarki eftir um hálftíma leik þegar Everton-maðurinn Steven Pienaar fékk gula spjaldið fyrir ljótt brot á Javier Mascherano. Jamie Carragher hefndi fyrir liðsfélaga sinn andartaki síðar þegar hann straujaði Pienaar niður og hlaut gult spjald fyrir vikið. Á 34. mínútu átti sér hins vegar stað mikið vafaatriði þar sem varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos hjá Liverpool hlaut beint rautt spjald fyrir sólatæklingu á miðjumanninum Marouane Fellaini hjá Everton sem slapp sjálfur með skrekkinn þrátt fyrir að stíga gróflega á Grikkjann. Steven Gerrard komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána á marki Everton en staðan í hálfleik var markalaus. Liverpool lét liðsmuninn þó ekki á sig fá og þegar tíu mínutur voru liðnar af síðari hálfleik kom Dirk Kuyt heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield-leikvanginum. Everton náði einhvern veginn aldrei takti í seinni hálfleik og sigur Liverpool var því verðskuldaður. Varamaðurinn Yakubu Alyegbeni komst næst því að jafna leikinn fyrir Everton í blálok leiksins en Pepe Reina var vel á verði í markinu og sló boltann í burtu. Pienaar fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma þegar gremja gestanna var orðin algjör. Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið, þegar liðið lagði granna sína í Everton að velli 1-0 á Anfield-leikvanginum en Hollendingurinn Dirk kuyt skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og dómarinn Martin Atkinson hafði í mörg horn að líta. Hasarinn náði hámarki eftir um hálftíma leik þegar Everton-maðurinn Steven Pienaar fékk gula spjaldið fyrir ljótt brot á Javier Mascherano. Jamie Carragher hefndi fyrir liðsfélaga sinn andartaki síðar þegar hann straujaði Pienaar niður og hlaut gult spjald fyrir vikið. Á 34. mínútu átti sér hins vegar stað mikið vafaatriði þar sem varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos hjá Liverpool hlaut beint rautt spjald fyrir sólatæklingu á miðjumanninum Marouane Fellaini hjá Everton sem slapp sjálfur með skrekkinn þrátt fyrir að stíga gróflega á Grikkjann. Steven Gerrard komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána á marki Everton en staðan í hálfleik var markalaus. Liverpool lét liðsmuninn þó ekki á sig fá og þegar tíu mínutur voru liðnar af síðari hálfleik kom Dirk Kuyt heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield-leikvanginum. Everton náði einhvern veginn aldrei takti í seinni hálfleik og sigur Liverpool var því verðskuldaður. Varamaðurinn Yakubu Alyegbeni komst næst því að jafna leikinn fyrir Everton í blálok leiksins en Pepe Reina var vel á verði í markinu og sló boltann í burtu. Pienaar fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma þegar gremja gestanna var orðin algjör.
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira