Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi þegar hann á 178 kílómetra hraða í nótt. Maðurinn ók Biskupstungnabraut þegar hann var stöðvaður. Maðurinn reyndist ekki ölvaður.
Hann var hinsvegar sviptur ökuréttindum til bráðabirgðar og má búast við sekt í ofanálagi.
Að öðru leytinu til var rólegt að gera hjá lögreglunni á Selfossi. Skemmtanahald fór vel fram þar í bæ.