Enski boltinn

Aquilani orðaður við Fiorentina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalski miðjumaðurinn hjá Liverpool, Alberto Aquilani, er orðaður við Fiorentina í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Það er aðeins ár síðan Aquilani fór til Liverpool frá Roma en hann hefur ekki komist í gang hjá Liverpool og hefur því þráfaldlega verið orðaður við félög í heimalandinu.

Umboðsmaður Aquilani hefur á móti sagt að það sé engin ástæða fyrir leikmanninn að yfirgefa Liverpool.

Þess utan er ekki líklegt að Liverpool sé til í að láta hann fara fyrir lítinn pening eftir að hafa greitt háa summu fyrir hann síðasta sumar. Hann er einnig með hærri laun hjá Liverpool en Fiorentina myndi ráða við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×