Enski boltinn

Mancini hrósar Mark Hughes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að forveri sinn, Mark Hughes, eigi skilið helminginn af hrósinu ef Man. City tekst að komast í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Man. City og Tottenham mætast í kvöld í nánast hreinum úrslitaleik um fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í Meistaradeildarinnar.

Mancini tók við liðinu í desember er Mark Hughes var rekinn frá félaginu.

„Hughes var hér fyrstu fimm mánuðina af tímabilinu og stóð sig vel. Ef við náum fjórða sætinu er það 50 prósent honum að þakka því ég tel að hann hafi staðið sig vel," sagði Mancini.

„Það er engin pressa á okkur í kvöld. Þetta er fótboltaleikur en ekki stríð. Ég er annars ánægður í starfi hérna og tel þetta lið hafa alla burði til þess að vaxa enn frekar á næstu árum. Það myndi hjálpa að komast í Meistaradeildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×