Innlent

Öllu morgunflugi frestað til hádegis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Morgunflugi Icelandair seinkar að minnsta kosti til hádegis. Mynd/ Vilhelm.
Morgunflugi Icelandair seinkar að minnsta kosti til hádegis. Mynd/ Vilhelm.
Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til eftirtalinna Evrópuborga í fyrramálið verði seinkað til klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. Jafnframt er flugi til Íslands frá þessum borgum seinkað.



FI520/521 Frankfurt

FI542/543 París

FI450/451 London

FI306/307 Stokkhólmur

FI318/319 Osló

FI204/205 Kaupmannahöfn

FI342/343 Helsinki

FI436 Manchester/Glasgow

Í tilkynningu frá Icelandair segir að breytingar geti orðið með stuttum fyrirvara verði heimildir veittar til flugs eða af öðrum orsökum, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is.

En það er ekki nóg með að tafir séu á flugi hérna. Daily Telegraph segir á vef sínum að ekkert verði flogið í Bretlandi fyrr en í fyrsta lagi á hádegi á morgun vegna öskufallsins frá Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×