Fótbolti

Baulað á Frakka sem vantar framherja

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Laurent Blanc er í vondum málum.
Laurent Blanc er í vondum málum. GettyImages
Ekki nóg með að Frakkar hafi tapað fyrir Hvít-Rússum, á heimavelli, heldur verður liðið líklega án þriggja sóknarmanna í leiknum gegn Bosníu á þriðjudaginn.

Tap Frakka í gær jók enn á niðurlægingu knattspyrnunnar þar í landi en hún hefur átt undir högg að sækja síðan HM-fíaskóið var í hámæli.

Loic Remy fór meiddur af velli í gær, Louis Saha kom inná en meiddist líka. Karim Benzema meiddist svo á æfingu. Þá vantar því þrjá framherja og ekki er ólíklegt að Blanc þurfi að kalla nýja menn í hópinn.

"Ég vil þakka þeim sem komu að styðja okkur," sagði Florent Malouda í kaldhæðnistón eftir að Frakkar voru baulaðir af velli í gær.

Hvít-Rússar eru í 78 sæti á heimslista FIFA en þeir skoruðu sigurmarkið á 86. mínútu í leiknum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×