Innlent

Nærri 70% vilja biðja Íraka afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meirihluti Íslendinga vill biðja Íraka afsökunar á Íraksinnrásinni.
Meirihluti Íslendinga vill biðja Íraka afsökunar á Íraksinnrásinni.
Um 70% eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld biðji Íraka opinberlega afsökunar á stuðningi við hernaðaraðgerðir, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun MMR.

Spurt var: „Eiga íslensk stjórnvöld að biðja Íraka opinberlega afsökunar á að hafa stutt hernaðaraðgerðir í Írak?" Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 69,7% játandi og 30,3% neitandi.

Það voru 865 einstaklingar sem svöruðu könnuninni sem gerð var í gegnum síma og í gegnum Netið dagna 8.-12 apríl 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×