Fótbolti

Rífandi gangur í miðasölu HM

Elvar Geir Magnússon skrifar

Það hefur verið brjálaður gangur í miðasölu heimsmeistaramótsins eftir að farið var að selja miða í kjörbúðum í Suður-Afríku. Langar biðraðir mynduðust þegar sala hófst og yfir 100 þúsund miðar rifnir úr hillunum.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum er nú orðið uppselt á 29 af 64 leikjum mótsins. Þar á meðal er úrslitaleikurinn, báðir undanúrslitaleikirnir og allir leikir sem fram fara í Höfðaborg og Durban.

Það gekk mikið á í þeirri örtröð sem myndaðist þegar sala hófst. Lögregla þurfti að notast við piparúða á einhverjum stað og einn 64 ára karlmaður lést eftir hjartaáfall.

Talað er um að aðrar eins biðraðir hafi ekki myndast í Suður-Afríku síðan 1994 þegar Nelson Mandela var kjörinn til valda.

Reiknað er með um 200 þúsund aðkomumönnum á heimsmeistaramótinu í sumar. Upphaflega var búist við í kringum 500 þúsund en efnahagsástandið hefur dregið verulega úr þeim spám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×