Enski boltinn

Benitez ekki á leið til Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður spænska stjórans, Rafael Benitez, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að búið sé að ganga frá fjögurra ára samningi við Juventus.

Fréttir bárust í morgun af því að umbinn, Manuel Quillon Garcia, hefði hitt forráðamenn Juve í Monte Carlo og þar hefðu menn náð samkomulagi um fjögurra ára samning.

Umbinn segir að þessar fréttir séu uppspuni frá rótum.

Af Juve er það annars að frétta að liðið eygir enn veika von um Meistaradeildarsæti eftir sigur á Bari um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×