Erlent

Langur biðlisti fyrir flugvélar á Haítí

Óli Tynes skrifar
Frá flugvellinum í Port au Prince.
Frá flugvellinum í Port au Prince. Mynd/AP

Bandaríkjamenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir stjórnun sína á flugvellinum í Port au Prince.

Meðal annars hafa samtökin Læknar án landamæra sagt að flugvélum sem eiga að flytja hjálpargögn til þeirra hafi verið synjað um lendingarleyfi.

Bandaríski hershöfðinginn Douglas Fraser segir að fjótánhundruð flug séu á biðlista. Aðeins ein flugbraut er á vellinum og hann annar ekki nema 120 til 140 flugvélum á dag.

Fraser segir að yfirgnæfandi mest þörf sé fyrir vatn og flugvélar sem flytji það verði að fá forgang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×