Innlent

Fálki gæddi sér á dúfu - myndir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fálkinn átti ekki í vandræðum með að sporðrenna þessari dúfu. Mynd/ Atli Ísleifsson.
Fálkinn átti ekki í vandræðum með að sporðrenna þessari dúfu. Mynd/ Atli Ísleifsson.
Glæsilegur fálki gæddi sér á dúfu í garði við Kleifarveg í Reykjavík í gær. Ólafur Níelsen fuglafræðingur segir að sennilegast sé um að ræða ungan karlfugl.

Ólafur segir ekki óalgengt að fálkar séu í eða við Reykjavík. „Þetta er árvisst að þeir komi. Þeir eru hérna allan veturinn, koma á haustin og fara á vorin. Þeir eru hér í ætisleit," segir Ólafur.

Hann segir að fálkar fari ógjarnan frá mat. Því sé stundum hægt að komast mjög nærri þeim ef þeir eru með fæði.

Ólafur segir mögulegt að um sé að ræða sama fálka og sat á þaki húss í Sólheimum í gær og Vísir birti mynd af.

Það var Atli Ísleifsson sem tók þær myndir sem fylgja með þessari frétt.


Tengdar fréttir

Fálki gerði sér dagamun í Sólheimum

„Ég þurfti að fara upp á þrettándu hæð til þess að taka mynd af honum," segir húsvörðurinn Hörður Ástþórsson, en fálki gerði sér dagamun og sveif á millii blokkanna í Sólheimum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×