Innlent

Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri

Jón Gnarr borgarstjóri segist ekki útiloka að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri honum við hlið. Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Jóns hvort hann útilokaði að Dagur yrði borgarstjóri. Svaraði Jón því til að hann hefði ekki íhugað það sérstaklega en það kæmi til greina eins og svo margt annað.

Á fundi borgarstjórnar í dag var rætt um nýtt embætti skrifstofustjóra borgarinnar og spurði Júlíus Vífill Jón Gnarr þessarar spurningar undir þeim lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×