British Museum: Ekki útilokað að taflmennirnir séu íslenskir Ingimar Karl Helgason skrifar 13. september 2010 14:06 Guðmundur G. Þórarinsson ræðir við dr. Ervin Finkel um uppruna taflmannanna á ráðstefnu í Skotlandi um helgina. Talskona breska þjóðminjasafnsins, British Museum, útilokar ekki að taflmennirnir 93, sem skornir voru úr rostungstönnum á 12. öld, séu íslenskir. Flestir mannanna eru geymdir í safninu, en 11 þeirra á skosku safni. Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, segir það óhrekjanlega staðreynd að orðið biskup í tengslum við skák, sé eldra í íslensku máli en í ensku. Það muni um tvö hundruð árum á dæmum um orðið í íslenskum handritum og elsta dæmi um orðið í þessari merkingu í enskri tungu. Munurinn sé líklega meiri í ljósi þess að í íslensku handriti komi fyrir orðið biskupsmát; að orðið í tengslum við skák sé notað í samsettu orði gefi til kynna að orðið hafi verið lengi í tungunni. Málið snýst um níutíu og þrjá taflmenn, sem skornir voru úr rostungstönnum á tólftu öld. Þeir fundust í Suðureyjum á þarsíðustu öld, en erlendir fræðimenn hafa margir talið að þeir séu norskir að uppruna.Biskup, ekki hlaupari Guðmundur G. Þórarsinsson, verkfræðingur, telur hins vegar að þeir séu íslenskir, og nefnir því til stuðnings að biskupinn á taflborðinu sé kirkjulegur, það sé nýtt á þessum tíma. Þá vísar hann til aldurs dæma um orðið biskup tengt skák, en í öðrum norðurlandamálum, og þýsku, er samsvarandi orð yfir taflmanninn „hlaupari". Guðmudur fjallaði um þetta á málstofu um taflmennina í Skotlandi um helgina. Gætu verið íslenskirTaflmennirnir fundust á eynni Lewis, Ljóðhúsum, í Suðureyjum, árið 1831. Þeir gætu hafa legið þar í sandi frá því um 1200.Mennirnir eru flestir geymdir í British museum. Haft er eftir talskonu safnsins í dagblaðinu the Scotsman að safnið telji líklegt að mennirnir hafi orðið til í Noregi, en vissulega sé möguleiki á að þeir hafi verið búnir til hérlendis. Íslendingar fluttu út einhyrningshorn Helgi Guðmundsson prófessor, hefur sagt kenninguna um norskan uppruna taflmannanna vera ágiskun. Eins líklegt sé að þeir hafi verið gerðir hérlendis eða á Grænlandi; en þaðan var mikil verslun á þessum tíma; meðal annars með rostungstennur og afurðir úr þeim, og náhvalstennur sem seldar hafa verið sem einhyrningshorn. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Talskona breska þjóðminjasafnsins, British Museum, útilokar ekki að taflmennirnir 93, sem skornir voru úr rostungstönnum á 12. öld, séu íslenskir. Flestir mannanna eru geymdir í safninu, en 11 þeirra á skosku safni. Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, segir það óhrekjanlega staðreynd að orðið biskup í tengslum við skák, sé eldra í íslensku máli en í ensku. Það muni um tvö hundruð árum á dæmum um orðið í íslenskum handritum og elsta dæmi um orðið í þessari merkingu í enskri tungu. Munurinn sé líklega meiri í ljósi þess að í íslensku handriti komi fyrir orðið biskupsmát; að orðið í tengslum við skák sé notað í samsettu orði gefi til kynna að orðið hafi verið lengi í tungunni. Málið snýst um níutíu og þrjá taflmenn, sem skornir voru úr rostungstönnum á tólftu öld. Þeir fundust í Suðureyjum á þarsíðustu öld, en erlendir fræðimenn hafa margir talið að þeir séu norskir að uppruna.Biskup, ekki hlaupari Guðmundur G. Þórarsinsson, verkfræðingur, telur hins vegar að þeir séu íslenskir, og nefnir því til stuðnings að biskupinn á taflborðinu sé kirkjulegur, það sé nýtt á þessum tíma. Þá vísar hann til aldurs dæma um orðið biskup tengt skák, en í öðrum norðurlandamálum, og þýsku, er samsvarandi orð yfir taflmanninn „hlaupari". Guðmudur fjallaði um þetta á málstofu um taflmennina í Skotlandi um helgina. Gætu verið íslenskirTaflmennirnir fundust á eynni Lewis, Ljóðhúsum, í Suðureyjum, árið 1831. Þeir gætu hafa legið þar í sandi frá því um 1200.Mennirnir eru flestir geymdir í British museum. Haft er eftir talskonu safnsins í dagblaðinu the Scotsman að safnið telji líklegt að mennirnir hafi orðið til í Noregi, en vissulega sé möguleiki á að þeir hafi verið búnir til hérlendis. Íslendingar fluttu út einhyrningshorn Helgi Guðmundsson prófessor, hefur sagt kenninguna um norskan uppruna taflmannanna vera ágiskun. Eins líklegt sé að þeir hafi verið gerðir hérlendis eða á Grænlandi; en þaðan var mikil verslun á þessum tíma; meðal annars með rostungstennur og afurðir úr þeim, og náhvalstennur sem seldar hafa verið sem einhyrningshorn.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira