Enski boltinn

Toure kominn til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure leikur með Manchester City á næsta tímabili.
Yaya Toure leikur með Manchester City á næsta tímabili. Nordic Photos / AFP

Yaya Toure hefur gengið til liðs við Manchester City og skrifað undir fimm ára samning við félagið.

City keypti Toure af Barcelona og er kaupverðið talið vera um 28 milljónir punda. Fyrr í vikunni gekk City frá kaupunum á David Silva frá Valencia og Jerome Boateng frá Hamburg í Þýskalandi.

City hefur því eytt um 60 milljónum punda í vikunni en félagið eyddi 120 milljónum punda í leikmannakaup allt síðasta sumar.

Toure er 27 ára gamall miðvallarleikmaður og yngri bróðir Kolo Toure sem er fyrirliði City.

„Ég hef alltaf viljað spila í sama félagi og bróðir minn og ég er svo ánægður með að það skuli loksins hafa gengið í gegn. Þetta er frábært fyrir fjölskylduna okkar og við erum öll í skýjunum vegna þessa," sagði Toure.

„Kolo sagði mér að það væri frábært að vera hjá City og ég þarf á stórri áskorun að halda," bætti hann við.

City er þó ekki hætt á leikmannamarkaðnum og er Roberto Mancini knattspyrnustjóri sagður hafa augastað á James Milner, leikmanni Aston Villa, og vilji þar að auki bæta sóknarmanni og miðverði við leikmannahópinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×