Innlent

Mikill vatnsleki í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg

Heitt vatn tók að flæða um gólf og miðrými verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri rétt fyrir klukkan sex í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað á vettvang.

Þegar að var komið var vatnið orðið ökkladjúpt í verslunum Rúmfatalagersins, Piere og Megstor og hófu slökkviliðsmenn þegar dælingu úr húsinu.

Kallaðir voru út starfsmenn fyrirtækja sem hafa yfir dælum og vatnssugum að ráða. og brátt voru hátt í 30 björgunarmenn að störfum í húsinu. Þeir eru þar enn, og á þessari stundu er ekkert hægt að segja til um tjón af völdum lekans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×