Innlent

Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils

Lárus hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir skömmu eftir viðtalið í Silfri Egils.
Lárus hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir skömmu eftir viðtalið í Silfri Egils. Mynd/Valgarður Gíslason
Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag.

Þar segir að í aðdraganda bankahrunsins hafi um allt fjármálakerfið fólk reynt að bjarga sér. „Eigin hlutabréf hrúguðust upp inni í bönkunum, allra leiða var leitað til að koma þeim út og halda þannig hlutabréfaverði uppi og það var tekið til óspilltra málanna. Stofnuð voru eignarhaldsfélög eins og Stím til að kaupa hlutafé með veðum í hlutabréfunum sjálfum eins og flestum er kunnugt."

Í Kaupþingi voru ábyrgðir felldar niður hjá lykilstjórnendum, því ekki máttu þeir selja. Stjórnendur í Landsbanka, eins og Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir, færðu eignir lífeyrissjóða sinna yfir í ríkisskuldabréf í byrjun október. Enn aðrir tóku til við að færa húseignir yfir á nöfn maka sinna. „Menn skynjuðu að dansinum væri að ljúka," segir í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×