Enski boltinn

Man. City óskar eftir neyðarúrræði í markmannsvandræðum sínum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Given þurfti að fá súrefni á leið sinni útaf vellinum á laugardaginn.
Given þurfti að fá súrefni á leið sinni útaf vellinum á laugardaginn. Getty Images
Manchester City fær væntanlega leyfi til að fá til sín markmann að láni út tímabilið. Félagið sendi beiðni um það til stjórnarmanna úrvalsdeildarinnar.

Shay Given meiddist á laugardag og félagið hefur aðeins hinn færeyska Gunnar Nielsen til að standa í rammanum. Stuart Taylor er meiddur og Joe Hart er í láni hjá Birmingham

Gunnar spilaði síðustu 17 mínúturnar í leiknum gegn Arsenal en Roberto Mancini vill fá annan markmann til liðsins fyrir síðustu þrjá leikina.

Fordæmi eru fyrir því að félög fái til sín markmenn utan félagaskiptagluggans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×