Enski boltinn

Dowie óviss um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iain Dowie.
Iain Dowie. Nordic Photos / Getty Images

Iain Dowie er ekki viss um hvort hann fái tækifæri til að stýra Hull í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Það varð endanlega ljóst í dag að Hull er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan.

Dowie tók við starfi knattspyrnustjóra af Phil Brown í mars síðastliðnum og samdi við forráðamenn liðsins til loka núverandi leiktíðar.

„Ég veit ekki hvað mun gerast og þetta hefur ekki verið rætt. Aðalmálið er að framtíð félagsins verði í góðum höndum," sagði Dowie eftir leikinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×