Innlent

Vísindamenn fylgjast með óróanum í Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli í hádeginu. Mynd/www.mila.is
Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli í hádeginu. Mynd/www.mila.is
Órói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli var nokkur frá miðnætti í nótt. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að jarðvísindamenn fylgist vel með svæðinu enda hafi óróinn varað lengur en í fyrstu var búist við.

Freysteinn segir að vissulega geti verið um að ræða kippi sem tengist lokum eldgossins, það er gassprengingar án kvikuflæðis. Einnig kemur til greina að þarna sé um að ræða lítilsháttar tilfærslu kviku, líklega efst í gosrásinni en því fylgja gas og gufusprengingar. Vísindamenn fylgist vel með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×