Í mér blundar KR-ingur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2010 08:00 Hannes Þór Halldórsson mun verja mark KR næstu fjögur árin hið minnsta. KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR. „Ég er mjög ánægður með þetta. Það hefur alltaf blundað í mér KR-ingur. Ég byrjaði í fótbolta hjá KR 6 ára gamall og var grjótharður KR-ingur á pöllunum þar til unglingaveikin tók við. Ég fór á alla leiki liðsins og mætti með stríðsmálningu á Skagaleikinn fræga árið 1996. Það hefur því alltaf blundað í mér KR-ingur og ég loka ákveðnum hring með því að koma aftur í Vesturbæinn," segir Hannes kátur. Hann hefur lengi verið orðaður við KR. Fyrst fyrir leiktíðina 2009. Svo hafði það lengi legið í loftinu að hann færi til KR núna. „Ég hef vitað af áhuga frá KR í smá tíma. Það voru líka þreifingar í fyrra en það varð aldrei alvara úr því. Ég vissi að þetta gæti komið til greina er ég rynni út á samning hjá Fram og KR var eitthvað sem ég var spenntur fyrir að skoða. Ég var því ákveðinn að gefa þessu tækifæri núna og þegar áhuginn kom frá KR var aldrei spurning að fara þangað. Ég átti fjögur frábær ár í Safamýri en það var kominn tími á vistaskipti hjá mér." Hannes er orðinn 26 ára gamall og segir að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda á þessum tímapunkti. „Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. Ég þarf að fá smá spark í afturendann og það fæ ég hjá KR. Þar kemur allt saman metnaður, stemning og gamlar rætur. Að fara í KR er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda núna," segir Hannes sem segist eiga sín bestu ár eftir og hann telur sig einnig geta bætt sig mikið á næstu árum. „Ég á töluvert inni og vonandi verða næstu fjögur ár mín þau bestu á ferlinum. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að þau verði góð," segir Hannes sem ætlar sér einnig að vinna titla í Vesturbænum. „Ég er ekki kominn í KR til þess að lenda í fjórða sæti. KR stefnir alltaf á titla og það líkar mér vel. Þetta verður vonandi góður tími í Vesturbænum."Tímabilin með Fram Hannes Þór Halldórsson á að baki fjögur tímabil í efstu deild og hann spilaði þau öllmeð Fram. Hannes fékk á sig 115 mörk í 80 leikjum (1,44), varði 72 prósent skota sem á hann komu og hélt alls þrettán sinnum marki sínu hreinu.Mörk fengin á sig í leik: 2007 1,72 í leik (10. sæti) 2008 0,94 (2. sæti) 2009 1,45 (6. sæti) 2010 1,59 (6. sæti)Hlutfallsmarkvarsla: 2007 69,9 prósent skota (10. sæti) 2008 79,3 prósent (2. sæti) 2009 73,3 prósent (6. sæti) 2010 67,9 prósent (6. sæti) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR. „Ég er mjög ánægður með þetta. Það hefur alltaf blundað í mér KR-ingur. Ég byrjaði í fótbolta hjá KR 6 ára gamall og var grjótharður KR-ingur á pöllunum þar til unglingaveikin tók við. Ég fór á alla leiki liðsins og mætti með stríðsmálningu á Skagaleikinn fræga árið 1996. Það hefur því alltaf blundað í mér KR-ingur og ég loka ákveðnum hring með því að koma aftur í Vesturbæinn," segir Hannes kátur. Hann hefur lengi verið orðaður við KR. Fyrst fyrir leiktíðina 2009. Svo hafði það lengi legið í loftinu að hann færi til KR núna. „Ég hef vitað af áhuga frá KR í smá tíma. Það voru líka þreifingar í fyrra en það varð aldrei alvara úr því. Ég vissi að þetta gæti komið til greina er ég rynni út á samning hjá Fram og KR var eitthvað sem ég var spenntur fyrir að skoða. Ég var því ákveðinn að gefa þessu tækifæri núna og þegar áhuginn kom frá KR var aldrei spurning að fara þangað. Ég átti fjögur frábær ár í Safamýri en það var kominn tími á vistaskipti hjá mér." Hannes er orðinn 26 ára gamall og segir að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda á þessum tímapunkti. „Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. Ég þarf að fá smá spark í afturendann og það fæ ég hjá KR. Þar kemur allt saman metnaður, stemning og gamlar rætur. Að fara í KR er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda núna," segir Hannes sem segist eiga sín bestu ár eftir og hann telur sig einnig geta bætt sig mikið á næstu árum. „Ég á töluvert inni og vonandi verða næstu fjögur ár mín þau bestu á ferlinum. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að þau verði góð," segir Hannes sem ætlar sér einnig að vinna titla í Vesturbænum. „Ég er ekki kominn í KR til þess að lenda í fjórða sæti. KR stefnir alltaf á titla og það líkar mér vel. Þetta verður vonandi góður tími í Vesturbænum."Tímabilin með Fram Hannes Þór Halldórsson á að baki fjögur tímabil í efstu deild og hann spilaði þau öllmeð Fram. Hannes fékk á sig 115 mörk í 80 leikjum (1,44), varði 72 prósent skota sem á hann komu og hélt alls þrettán sinnum marki sínu hreinu.Mörk fengin á sig í leik: 2007 1,72 í leik (10. sæti) 2008 0,94 (2. sæti) 2009 1,45 (6. sæti) 2010 1,59 (6. sæti)Hlutfallsmarkvarsla: 2007 69,9 prósent skota (10. sæti) 2008 79,3 prósent (2. sæti) 2009 73,3 prósent (6. sæti) 2010 67,9 prósent (6. sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti