Icesave-nefndin tómhent heim 26. febrúar 2010 04:15 Fundi samninganefndar Íslands og fulltrúa Hollendinga og Breta í London í gær lauk án niðurstöðu. Bretar og Hollendingar segjast ekki geta teygt sig lengra til móts við Íslendinga en með tilboði sínu frá því í síðustu viku. Íslenska samninganefndin undir forystu Lee C. Buchheit mun í dag funda með formönnum stjórnmálaflokkanna og gera þeim grein fyrir stöðunni. Hvorki náðist í forystumenn ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi né formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Í yfirlýsingu frá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra segir að vonast hafi verið til að sameiginleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist. „Það hefur enn ekki tekist. Báðir aðildar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á." Í yfirlýsingu ráðherrans er sérstaklega minnt á að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave verði 6. mars. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta íslenskir ráðamenn svo á að viðræðurnar hafi alls ekki siglt í strand. Í yfirlýsingu talsmanns breska fjármálaráðuneytisins segir að niðurstaðan sé Englendingum og Hollendingum vonbrigði. „Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eru vonsviknar með að þrátt fyrir að þær hafi reynt sitt besta síðastliðið eitt og hálft ár séu íslensk stjórnvöld enn ófær um að ganga að þeirra besta tilboði varðandi Icesave-lánið," segir í yfirlýsingu talsmannsins. Hann ítrekar að menn séu enn ákveðnir í ná samkomulagi við Ísland um féð sem hollenskir og breskir skattgreiðendur eigi inni hjá Íslendingum. Fréttaveita Bloomberg hafði í gærkvöldi eftir ónafngreindum heimildarmanni í breska fjármálaráðuneytinu að íslenska samninganefndin hefði gengið af fundi. „Þetta er alrangt og búið að biðja breska fjármálaráðuneytið um að leiðrétta þetta," segir Guðmundur Árnason, sem situr í íslensku samninganefndinni. „Fundurinn fór enda fram í íslenska sendiráðinu og okkur hefði aldrei dottið í hug að skilja þá eftir þar." - bþs, gar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fundi samninganefndar Íslands og fulltrúa Hollendinga og Breta í London í gær lauk án niðurstöðu. Bretar og Hollendingar segjast ekki geta teygt sig lengra til móts við Íslendinga en með tilboði sínu frá því í síðustu viku. Íslenska samninganefndin undir forystu Lee C. Buchheit mun í dag funda með formönnum stjórnmálaflokkanna og gera þeim grein fyrir stöðunni. Hvorki náðist í forystumenn ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi né formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Í yfirlýsingu frá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra segir að vonast hafi verið til að sameiginleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist. „Það hefur enn ekki tekist. Báðir aðildar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á." Í yfirlýsingu ráðherrans er sérstaklega minnt á að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave verði 6. mars. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta íslenskir ráðamenn svo á að viðræðurnar hafi alls ekki siglt í strand. Í yfirlýsingu talsmanns breska fjármálaráðuneytisins segir að niðurstaðan sé Englendingum og Hollendingum vonbrigði. „Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eru vonsviknar með að þrátt fyrir að þær hafi reynt sitt besta síðastliðið eitt og hálft ár séu íslensk stjórnvöld enn ófær um að ganga að þeirra besta tilboði varðandi Icesave-lánið," segir í yfirlýsingu talsmannsins. Hann ítrekar að menn séu enn ákveðnir í ná samkomulagi við Ísland um féð sem hollenskir og breskir skattgreiðendur eigi inni hjá Íslendingum. Fréttaveita Bloomberg hafði í gærkvöldi eftir ónafngreindum heimildarmanni í breska fjármálaráðuneytinu að íslenska samninganefndin hefði gengið af fundi. „Þetta er alrangt og búið að biðja breska fjármálaráðuneytið um að leiðrétta þetta," segir Guðmundur Árnason, sem situr í íslensku samninganefndinni. „Fundurinn fór enda fram í íslenska sendiráðinu og okkur hefði aldrei dottið í hug að skilja þá eftir þar." - bþs, gar
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira