Innlent

Mánuður síðan Herjólfur sigldi síðast til Landeyjahafnar

MYND/Arnþór

Nú eru liðnar fjórar vikur síðan Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar og sanddæluskip urðu að hætta dælingu á sunnudag vegna veðurs.

Hluti af dæluröri dýpkunrskipsins Perlunnar er enn á hafsbotni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná því upp, en búið er að setja vararör á skipið.

Dæling hefst væntanlega í dag, en óljóst er hvenær höfnin verður aftur fær, enda erfitt að fá nákvæmar fréttir af stöðu mála hverju sinni, þar sem búið er að banna skipstjórum dæluskipanna að tala við fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×