Innlent

Biskup: Tími uppgjörs og reikningsskila stendur yfir

MYND/Tru.is

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í páskadagsprédikun í Dómkirkjunni í morgun að enn og aftur fengju menn að heyra ljótar sögur af framferði, viðhorfum og aðstæðum sem veltu öllu um koll á Íslandi.

Tími uppgjörs og reikningsskila stæði yfir og væri reynslutími fyrir okkur öll sem þjóð og vafalaust einhver erfiðasta prófraun sem við hefðum staðið andspænis.

Hún snérist ekki bara um lögfræði og fjármál, heldur siðgæði okkar og menningu og snerti samfélag okkar og samvisku í kviku, sagði biskup og bætti við að við hlytum að gaumgæfa þá spurn hvernig við ætluðum okkur að vinna úr þessu og byggja hér upp, án þess að endurtaka sama leikinn.

Hér má lesa prédikun biskups í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×