Innlent

Barist um stjórnlagaþingsæti á Facebook

Kosningabarátta til stjórnlagaþings virðist ætla að fara fram með alveg nýstárlelgum hætti, því engar hefðbundnar auglýsingar eða greinar eru farnar að birtast frá frambjóðendum.

Það rignir hinsvegar nýjum síðum inn á Facebook, frá þeim, þar sem þeir kynna sig og áherslur sínar. Að vísu sést ekki fyrr en síðar í vikunni hversu mörg framboð eru endanlega gild, en margir frambjóðendur bíða ekki boðana.

Yfir 500 manns buðu sig fram, þar af nokkur hundruð í gær, rétt áður en framboðsfrestur rann út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×