Innlent

Sprengingin varð út frá eldfimu efni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð á Siglufirði. Mynd/ Vilhelm.
Slysið varð á Siglufirði. Mynd/ Vilhelm.
Sprenging sem varð í heimahúsi á Siglufirði um kvöldmatarleytið í gær er rakin til þess að verið var að vinna með rafmagnstæki í kringum eldfimt efni.

Karlmaður, sem er á sjötugsaldri, slasaðist alvarlega í sprengingunni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Hann var fyrst fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan var hann svo fluttur í sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var maðurinn að vinna með slípirokk í húsinu þegar sprengingin varð í eldfimu efni. Lögreglan segir ekki liggja fyrir hvaða efni þetta voru en það mun væntanlega skýrast þegar hægt verður að taka skýrslu af hinum slasaða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×