Innlent

Bóksalar fagna 50 ára afmæli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi Kristjónsson rekur eina þekktustu fornbókaverslun á Íslandi. Mynd/ GVA.
Bragi Kristjónsson rekur eina þekktustu fornbókaverslun á Íslandi. Mynd/ GVA.
Feðganir Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason fagna 50 ára afmæli fornbókaverslunar sinnar, Bókarinnar, um þessar mundir. Bókin ehf. var stofnuð í litlu húsnæði við Klapparstíg 26 árið 1960, en var lengst af á Laugavegi 1 og Skólavörðustíg 6. Þeir Bragi og Ari Gísli segja að þeir bókartitlar sem hafi verið gefnir út á 20. öldinni á Íslandi séu um 100 þúsund og vænn hluti þess mikla úrvals verður til sölu.

Á meðal þess sem boðið er uppá eru ættfræðirit, héraðssaga, matreiðslubækur, blandaðar fagbókmenntir, íþróttir og tómstundaiðja, sjálfshjálparbækur í miklu úrvali, ævisögur erlendra stórmenna og landkönnun á íslenskum og erlendum tungum, skákbækur, hvernig verða má ríkur og voldugur, norræn fræði og íslensk, textaútgáfur og fornritaútgáfur, tónlist, leikist og gríðarlegt úrval ljóðabóka eftir konur og karla, ungskáld, leirskáld og þjóðskáld, íslensk og erlend saga, stjórnmál, hagfræði og fleira og fleira.

Útsalan hefst á morgun og stendur í eina viku frá þeim degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×