Fyrningafrumvarp kom fjármálastofnunum í opna skjöldu Sigríður Mogensen skrifar 19. október 2010 18:40 Lánastofnanir geta haldið kröfum á hendur skuldurum uppi lengur en í tvö ár eftir gjaldþrot, að uppfylltum þröngum skilyrðum, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meginreglan verður þó sú að krafan falli niður að þeim tíma loknum. Frumvarpið sem forsætis- og fjármálaráðherra boðuðu í morgun kom fjármálastofnunum í opna skjöldu, en þær bjuggust ekki við þessu. Frumvarpið verður kynnt þingflokkum stjórnar - og stjórnarandstöðu á næstu dögum. Það gengur út á að skuldir fyrnist á tveimur árum eftir gjaldþrot, og er þá talið frá þeim tíma sem skiptalok eiga sér stað. Þetta er talin vera mikil réttarbót fyrir skuldara, en húsnæðisskuldir fyrnast nú á áratug. "Þannig að það sé ekki verið að elta þá sem fara í gjaldþrot út yfir gröf og dauða," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, lagði fram sambærilegt frumvarp á síðasta þingi en það sat fast í allsherjarnefnd í sumar. Það gekk út á að skuldir fyrndust endanlega á fjórum árum og að lánastofnanir gætu ekki haldið uppi kröfum eftir það. Lögspekingar töldu að slíkt bryti í bága við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Nýja frumvarpið felur hins vegar í sér að kröfuhafar, það er að segja bankar og aðrar lánastofnanir, geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum fengið kröfu sína endurnýjaða eftir tvö ár með því að höfða mál á hendur skuldaranum fyrir dómstólum. Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana. Skilyrðin eru meðal annars að skuldari sé staðinn að saknæmu athæfi eða annarri ámælisverðri háttsemi, eftir því sem næst verður komist. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Lánastofnanir geta haldið kröfum á hendur skuldurum uppi lengur en í tvö ár eftir gjaldþrot, að uppfylltum þröngum skilyrðum, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meginreglan verður þó sú að krafan falli niður að þeim tíma loknum. Frumvarpið sem forsætis- og fjármálaráðherra boðuðu í morgun kom fjármálastofnunum í opna skjöldu, en þær bjuggust ekki við þessu. Frumvarpið verður kynnt þingflokkum stjórnar - og stjórnarandstöðu á næstu dögum. Það gengur út á að skuldir fyrnist á tveimur árum eftir gjaldþrot, og er þá talið frá þeim tíma sem skiptalok eiga sér stað. Þetta er talin vera mikil réttarbót fyrir skuldara, en húsnæðisskuldir fyrnast nú á áratug. "Þannig að það sé ekki verið að elta þá sem fara í gjaldþrot út yfir gröf og dauða," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, lagði fram sambærilegt frumvarp á síðasta þingi en það sat fast í allsherjarnefnd í sumar. Það gekk út á að skuldir fyrndust endanlega á fjórum árum og að lánastofnanir gætu ekki haldið uppi kröfum eftir það. Lögspekingar töldu að slíkt bryti í bága við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Nýja frumvarpið felur hins vegar í sér að kröfuhafar, það er að segja bankar og aðrar lánastofnanir, geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum fengið kröfu sína endurnýjaða eftir tvö ár með því að höfða mál á hendur skuldaranum fyrir dómstólum. Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana. Skilyrðin eru meðal annars að skuldari sé staðinn að saknæmu athæfi eða annarri ámælisverðri háttsemi, eftir því sem næst verður komist.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira