Innlent

Stjórnvöld komi áskorun áleiðis til kínverska sendiráðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson telur koma til greina að áskorun verði afhend kínverska sendiráðinu. Mynd/ GVA.
Árni Þór Sigurðsson telur koma til greina að áskorun verði afhend kínverska sendiráðinu. Mynd/ GVA.
Það kemur til greina að íslensk stjórnvöld afhendi kínverska sendiráðinu á Íslandi áskorun þess efnis að Liu Xiaobo, sem hlaut nýverið friðarverlaun Nóbels, verði látinn laus úr fangelsi. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Xiaobo afplánar ellefu ára fangelsisdóm vegna mannréttindabaráttu sinnar í heimalandinu.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Árna hvort það kæmi til greina að sjónarmiðum Íslendinga varðandi þetta málið yrði komið betur til skila til kínverskra stjórnvalda. Benti hann á að íslenskir ráðamenn hefðu látið í ljós afstöðu sína með ýmsum hætti. Vildi hann að skilaboðunum yrði komið áleiðis með skýrari hætti.

Árni benti á að mál Xiabao hefðu verið rædd á fundi utanríkismálanefndar nýverið. „Sú staðreynd að honum hafi verið veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu hans fyrir mannréttindum hlýtur að vekja upp spurningar um það með hvaða hætti við eins og aðrar þjóðir látum í okkur heyra varðandi það hvaða stöðu hann er í," sagði Árni. Benti hann á að utanríkisráðherra hefði gefið út yfirlýsingu sem allir gætu lesið á vefsíðu ráðuneytisins. Hins vegar mætti gjarnan bera þá yfirlýsingu út til sendiráðsins.

Í pistil á vefsíðu sinni hvetur Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hvetur kíversk stjórnvöld til þess að láta Xiaobo lausan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×