Innlent

Laminn og rændur í Hamraborg

Karlmaður var sleginn niður og rændur fyrir utan veitingastaðinn Catalina í Hamraborg í Kópavogi laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Ræninginn hafði um það bil hundrað þúsund krónur af manninum í reiðufé og komst undan. Engin vitni voru að árásinni, en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Hann er þó ekki alvarlega meiddur. Árásarmannsins er leitað.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×