Enski boltinn

Van der Sar bætti met Schmeichel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edwin van der Sar, markvörður United.
Edwin van der Sar, markvörður United. Nordic Photos / Bongarts

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, varð í dag elsti útlendingurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni en metið átti Peter Schmeichel, fyrrum markvörður United.

Van der Sar er 39 ára og 177 daga gamall í dag en hann er á sínum stað í byrjunarliði United sem mætir Tottenham í dag. Leikurinn hófst nú laust fyrir hádegi.

Aðeins einn Englendingur - Paul Scholes - er í byrjunarliði United í dag og hafa ekki færri Englendingar verið í byrjunarliði félagsins á þessari leiktíð.

Þá má benda á enn einn fróðleiksmola um lið United. Wayne Rooney er ekki með liðinu vegna meiðsla en hálft ár er liðið síðan að liðið vann leik án hans. Það var í 2-1 sigri liðsins á Bolton þann 17. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×