Enski boltinn

Ef við hefðum unnið fleiri leiki værum við meistarar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði í gær að hann ætlaði ekki að kvelja sig á því hvar United hefði tapað stigum í vetur færi svo að liðið sæi á bak enska meistaratitlinum um næstu helgi.

Wayne Rooney er aftur á móti byrjaður að kvelja sjálfan sig og hann kennir óstöðugleika um gengi Man. Utd í vetur.

„Ef við hefðum verið stöðugri í okkar leik í vetur og ekki tapað svona mörgum leikjum þá hefðum við unnið deildina," sagði skarpur Rooney.

„Lið eins og okkar á ekki að tapa sjö leikjum í deildinni. Tapið gegn Leeds í bikarnum var skelfilegt. Í Meistaradeildinni vorum við frekar óheppnir gegn Bayern. Ég hefði aldrei trúað því að við myndum tapa þeim slag og það var mjög erfitt að sætta sig við þá staðreynd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×