Enski boltinn

Ívar og Brynjar fá samningstilboð - Gunnar Heiðar fer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson fagnar marki í leik með Reading.
Ívar Ingimarsson fagnar marki í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru meðal tíu leikmanna hjá Reading sem stendur til boða að fá nýjan samning við félagið.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun hins vegar snúa aftur til Esbjerg í Danmörku en hann var í láni hjá Reading síðari hluta tímabilsins. Hann fékk ekki mörg tækifæri með liðinu í vetur.

Ívar og Brynjar Björn eiga nú möguleika á að skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið. Ívar missti af síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Þetta kom fram á heimasíðu Reading í dag. Gylfi Sigurðsson er einnig á mála hjá Reading en hann er samningsbundinn félaginu í tvö ár til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×