Enski boltinn

Tosic vill fá fleiri tækifæri hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zoran Tosic fagnar marki í leik með Köln í vetur.
Zoran Tosic fagnar marki í leik með Köln í vetur. Nordic Photos / Getty Images

Zoran Tosic segir að hann vilji fá tækifæri til að spila meira hjá Manchester United á næstu leiktíð. Annars komi til greina að finna sér nýtt félag.

Tosic var lánaður til Köln í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í tólf leikjum á síðari hluta tímabilsins.

Hann var keyptur frá Partizan Belgrad fyrir átta milljónir punda í janúar á síðasta ári en kom aðeins við sögu í tveimur leikjum United áður en hann var lánaður til Þýskalands.

„Ég vil gjarnan koma aftur til United ef félagið vill fá mig til baka," sagði Tosic í samtali við serbneska fjölmiðla. „En ég vil þó ekki lenda í sömu aðstöðu og ég var síðast þegar ég var þar. Ég vil fá að gegna stærra hlutverki."

„Þetta er allt undir Manchester United komið enda er ég samningsbundinn félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×