Milljarðalán til LSH ef áætlanir standast 6. maí 2010 05:30 Björn Zoëga Mynd/Pjetur „Þetta samkomulag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneytið hafa skrifað undir samkomulag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljónir króna í dráttarvexti. Lánið nemur 2,8 milljörðum króna og er vaxtalaust. Skilyrði fyrir lánveitingunni er að rekstur spítalans verði innan fjárheimilda árið 2010. Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung er LSH innan fjárheimilda. Björn telur hallalausan rekstur skýra hvers vegna stjórnvöld eru tilbúin til að skuldbinda sig til að veita lánið, þótt það sé vissulega skilyrt. „Það er í raun glórulaust að hafa borgað þessa dráttarvexti vegna hallans sem hefur myndast. Það er illa farið með peninga þótt það hafi heldur ekki verið raunhæft að spítalinn gæti skorið niður til að mæta þessu," segir Björn. Landspítalinn hefur skipulega greitt niður vanskil við birgja og þjónustuaðila að undanförnu. Í fyrsta skipti í langan tíma er spítalinn því í skilum við sína viðskiptamenn. Ekki hefur komið til málaferla vegna vanskila en Björn dregur ekki dul á það að ný staða létti á öllum, ekki bara spítalanum. „Þetta er búið að setja marga í erfiða stöðu. Fyrirtækin, sem ekki hafa fengið greitt, hafa þurft að sækja dýrt fjármagn inn í bankana til að halda sér gangandi." Til að setja fjárhæðir í rekstri LSH í samhengi þá jafngilda 500 milljóna króna dráttarvaxtagreiðslur rekstri tveggja legudeilda í eitt ár. Eins greiðir LSH 70 milljónum meira í dráttarvexti á ári en spítalinn fær til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2010. Unnið hefur verið að lausn síðan í janúar 2009 en hallinn, sem nemur þeirri upphæð sem greinir frá í samkomulaginu, er að stærstum hluta tilkominn vegna gengisáhrifa eftir hrun. Áætlun um endurgreiðslu lánsins mun liggja fyrir í lok ársins. Í samkomulaginu er því jafnframt lýst yfir að ráðuneytið endurskoði samkomulagið í ljósi fjárlaga ársins 2011. Björn segir samkomulagið aðgerð sem varð að grípa til. „Þetta er skilyrði fyrir því að við náum tökum á rekstrinum; að vera ekki að burðast með þennan fortíðarvanda." svavar@frettabladid.is Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Þetta samkomulag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneytið hafa skrifað undir samkomulag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljónir króna í dráttarvexti. Lánið nemur 2,8 milljörðum króna og er vaxtalaust. Skilyrði fyrir lánveitingunni er að rekstur spítalans verði innan fjárheimilda árið 2010. Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung er LSH innan fjárheimilda. Björn telur hallalausan rekstur skýra hvers vegna stjórnvöld eru tilbúin til að skuldbinda sig til að veita lánið, þótt það sé vissulega skilyrt. „Það er í raun glórulaust að hafa borgað þessa dráttarvexti vegna hallans sem hefur myndast. Það er illa farið með peninga þótt það hafi heldur ekki verið raunhæft að spítalinn gæti skorið niður til að mæta þessu," segir Björn. Landspítalinn hefur skipulega greitt niður vanskil við birgja og þjónustuaðila að undanförnu. Í fyrsta skipti í langan tíma er spítalinn því í skilum við sína viðskiptamenn. Ekki hefur komið til málaferla vegna vanskila en Björn dregur ekki dul á það að ný staða létti á öllum, ekki bara spítalanum. „Þetta er búið að setja marga í erfiða stöðu. Fyrirtækin, sem ekki hafa fengið greitt, hafa þurft að sækja dýrt fjármagn inn í bankana til að halda sér gangandi." Til að setja fjárhæðir í rekstri LSH í samhengi þá jafngilda 500 milljóna króna dráttarvaxtagreiðslur rekstri tveggja legudeilda í eitt ár. Eins greiðir LSH 70 milljónum meira í dráttarvexti á ári en spítalinn fær til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2010. Unnið hefur verið að lausn síðan í janúar 2009 en hallinn, sem nemur þeirri upphæð sem greinir frá í samkomulaginu, er að stærstum hluta tilkominn vegna gengisáhrifa eftir hrun. Áætlun um endurgreiðslu lánsins mun liggja fyrir í lok ársins. Í samkomulaginu er því jafnframt lýst yfir að ráðuneytið endurskoði samkomulagið í ljósi fjárlaga ársins 2011. Björn segir samkomulagið aðgerð sem varð að grípa til. „Þetta er skilyrði fyrir því að við náum tökum á rekstrinum; að vera ekki að burðast með þennan fortíðarvanda." svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels