Enski boltinn

Drogba og Malouda stofna rokkhljómsveit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rock on.
Rock on.

Chelsea-félagarnir Didier Drogba og Florent Malouda eru að stofna sína eigin rokkhljómsveit og stefna á að fá fleiri félaga sína í Chelsea-liðinu í bandið.

Malouda verður á trommunum og þeir félagar ætla að byrja að æfa þegar Drogba verður búinn að læra á bassann sem Wyclef Jean gaf honum.

„Þetta er rétt að byrja hjá okkur en við ætlum að gera eitthvað sérstakt við þetta. Þegar við erum tilbúnir fær heimurinn að heyra frá okkur," sagði Malouda sem vonast til þess að fá félaga sína í Chelsea til þess að syngja.

„Það eru margir góðir söngvarar í búningsklefanum en John Terry og Joe Cole eru bestir."

Malouda heldur mikið upp á Coldplay og vonast til þess að spila álíka góða tónlist og sú hljómsveit gerir.

„Ég sá þá á Wembley og það voru einhverjir flottustu tónleikar sem ég hef séð. Ég elska hljómsveitir sem kunna að ná áhorfendum á sitt band," sagði Malouda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×