Fótbolti

Matthew Upson blóðugur á æfingu enska landsliðsins í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthew Upson liggur hér á jörðinni eftir samstuðið við Jermain Defoe.
Matthew Upson liggur hér á jörðinni eftir samstuðið við Jermain Defoe. Mynd/AP
Það er greinilega ekkert gefið eftir í æfingabúðum enska landsliðsins í Ölpunum í Austurríki enda er mikil samkeppni í hópnum um sætin 23 í HM-hóp Englendinga í Suður-Afríku. Fabio Capello á eftir að skera hópinn niður um sjö sæti og það eru ekki margir dagar eftir til að sanna sig fyrir ítalska þjálfaranum.

Matthew Upson, leikmaður West Ham, fékk þannig vænan skurð á æfingu liðsins í morgun eftir að hann lenti samstuði við Jermain Defoe þegar þeir fóru upp í skallaeinvígi. Upson fékk skurðinn fyrir ofan vinstra augað þannig að það blæddi vel úr en hann hélt áfram á æfingunni eftir að það var búið að huga að loka skurðinum.

Upson er einn af þessum leikmönnum sem ekki teljast vera með öruggt sæti í hópnum. Hann er að berjast um miðvarðarsætin í hópnum við menn eins og Jamie Carragher, Ledley King og Michael Dawson. Rio Ferdinand og John Terry eru hinsvegar aðalmiðverðir enska landsliðsins of öryggir með sitt sætu í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×