Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Menn voru ekki tilbúnir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason í leik með Grindavík.
Ólafur Örn Bjarnason í leik með Grindavík.

„Stig er stig en mér fannst við ekkert eiga stig í þessum leik, það var talað um að liggja aftur og leyfa Haukunum að koma að okkur og spila út frá því," sagði Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflisleik við Hauka í kvöld.

„Mér fannst við ekki spila vel og sérstaklega varnarlega í fyrri hálfleik, við vorum alltof opnir en við náum að liggja betur aftur í seinni hálfleik. Mér finnst hinsvegar að við ættum að geta unnið leiki 1-0, með því að skora snemma fáum við á silfurfati það sem við lögðum upp með en menn voru greinilega bara ekki tilbúnir,"

Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forystu á fallbaráttu liðin og það sást undir lokin þegar Haukamenn gerðu sókndjarfari breytingar héldu Grindvíkingar sínu enda mikilvægt að tapa ekki.

„Við náttúrulega missum mann útaf en við vissum fyrirfram að Haukarnir þurftu að vinna. Við gátum spilað inn á það með að bakka svolítið og keyra svo hratt á þá. Það hinsvegar gekk ekki og í dag áttum við ekki skilið að vinna,"

Með sigri í næsta leik geta Grindvíkingar því nánast staðfest að þeir verði áfram í Pepsi deildinni á næsta ári sem hlýtur að vera léttir eftir erfitt gengi framan af móti.

„Stefnan er í næsta leik að spila betur, hvaða stig við fáum út úr því verður að koma í ljós en það er ljóst að við þurfum að spila betur," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×