Þingmaður hvattur til að fara að lögum 18. janúar 2010 05:00 Þingmaðurinn var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni og fjárdrátt í opinberu starfi, einnig fyrir umboðssvik og fyrir að gefa rangar skýrslur til yfirvalda. fréttablaðið/auðunn Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka varða brot gegn þeim allt að sex ára fangelsi og það er Ríkisendurskoðun sem sker úr um hvort kæra skuli frambjóðendur eða ekki. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að það kunni að vera svolítið harkalegt að kæra vegna þessa að svo stöddu, miðað við það sem gengur og gerist í samfélaginu, til að mynda við skil á skattframtölum. „Árni er búinn að fá hvatningu frá okkur. Hann ber því við að hann hafi sent þetta, en við höfum ekkert fengið,“ segir Lárus. Árni sjálfur geti einn bætt úr þessu. Árni Johnsen segir að upplýsingarnar hafi misfarist hjá Ríkisendurskoðun, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis í tölvumálum, þegar hann hafi sent upplýsingarnar í gegnum Alþingi. „Ég á eftir að ganga frá þessu aftur, en hef bara ekki verið í bænum síðustu daga,“ segir hann. Aðrir sjálfstæðismenn sem ekki hafa skilað umræddum upplýsingum eru Kjartan Þ. Ólafsson á Selfossi og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir á Akureyri. Allir frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa nú skilað uppgjöri. Áður höfðu allir frambjóðendur Framsóknar skilað sínu. Einn samfylkingarmaður, Pétur Tyrfingsson, hefur engu skilað. Fjórir af þeim átta sem eiga eftir að skila gögnunum eru í VG: Heimir Björn Janusarson, Paul Nikolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík. Einnig Jósep B. Helgason á Akureyri.- kóþ Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka varða brot gegn þeim allt að sex ára fangelsi og það er Ríkisendurskoðun sem sker úr um hvort kæra skuli frambjóðendur eða ekki. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að það kunni að vera svolítið harkalegt að kæra vegna þessa að svo stöddu, miðað við það sem gengur og gerist í samfélaginu, til að mynda við skil á skattframtölum. „Árni er búinn að fá hvatningu frá okkur. Hann ber því við að hann hafi sent þetta, en við höfum ekkert fengið,“ segir Lárus. Árni sjálfur geti einn bætt úr þessu. Árni Johnsen segir að upplýsingarnar hafi misfarist hjá Ríkisendurskoðun, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis í tölvumálum, þegar hann hafi sent upplýsingarnar í gegnum Alþingi. „Ég á eftir að ganga frá þessu aftur, en hef bara ekki verið í bænum síðustu daga,“ segir hann. Aðrir sjálfstæðismenn sem ekki hafa skilað umræddum upplýsingum eru Kjartan Þ. Ólafsson á Selfossi og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir á Akureyri. Allir frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa nú skilað uppgjöri. Áður höfðu allir frambjóðendur Framsóknar skilað sínu. Einn samfylkingarmaður, Pétur Tyrfingsson, hefur engu skilað. Fjórir af þeim átta sem eiga eftir að skila gögnunum eru í VG: Heimir Björn Janusarson, Paul Nikolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík. Einnig Jósep B. Helgason á Akureyri.- kóþ
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira