Innlent

Íslendingur týndur síðan í júní

Meðfylgjandi mynd af Herði var tekin fyrir um ári síðan.
Meðfylgjandi mynd af Herði var tekin fyrir um ári síðan.
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Herði Rafnssyni. Hörður er 64 ára, 178 cm. á hæð, 80 til 90 kg, gráhærður með skalla og grátt alskegg þegar síðast var vitað.

Hörður hefur átt við áfengisvandamál að stríða og verið í litlu sambandi við ættingja sína. Vegna læknisaðgerðar í munnholi var hann þvoglumæltur og fyrir ókunnuga gat hann því virst ölvaður án þess að svo væri, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ekki hefur spurst til Harðar síðan 3. júní 2009 en þá mun hann hafa farið með flugi frá Keflavíkurflugvelli til Alicante á Spáni. Ekki er vitað til þess að hann hafi komið aftur hingað til lands. Nokkuð er síðan farið var að grennslast fyrir um Hörð erlendis með aðstoð alþjóðadeildar ríkislögreglustjórans en án árangurs.

Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um Hörð eða ferðir hans hér á landi eða erlendis síðan í júní 2009 eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1700 eða á netfangið dc@dc.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×