Fótbolti

KR-ingar vilja fá Kjartan Henry aftur í Vesturbæinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason í leik með 21 árs landsliðinu.þ
Kjartan Henry Finnbogason í leik með 21 árs landsliðinu.þ Mynd/AFP
KR hefur talað við knattspyrnumanninn Kjartan Henry Finnbogason sem er á heimleið frá Noregi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjartan Henry lék með KR-ingum sumurum 2003 og 2004.

Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR staðfesti þetta við Stöð 2. Hann sagði það eðlilegt að reyna að fá uppalinn KR inginn aftur í Frostaskjólið.

Kjartan fékk sig lausan undan samningi hjá Sandefjord í dag og er á heimleið. Hann hefur þó ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann gerir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×