Innlent

Telja sig eiga að fá 33 milljónir

Lóðaúthlutanir vöktu deilur sem enn standa.
Lóðaúthlutanir vöktu deilur sem enn standa.
Hjón sem fengu ekki byggingarlóð í úthlutun seint á árinu 2005 hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast 33 milljóna króna í bætur. Hjónin sóttu um nokkrar lóðir á Kópavogstúni, þar á meðal sjávarlóð við götu sem nú heitir Kópavogsbakki. Þau fengu enga lóð.

Félagsmálaráðuneytið, sem þá fór með sveitarstjórnarmál, komst að þeirri niðurstöðu að úthlutunin á sjávarlóðinni hafi verið ólögmæt. Krafa hjónanna um 33 milljóna króna bætur er meðal annars byggð á mismun á söluverði lóðarinnar frá bæjunum og niðurstöðu matsmanna um markaðsverðmæti hennar.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×