Fótbolti

Morten Gamst sendi sænska landsliðinu nammi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hægt er að lesa miðann með því að smella á myndina.
Hægt er að lesa miðann með því að smella á myndina. Morten Gamst Pedersen
Morten Gamst Pedersen sendi sænska landsliðinu góða gjöf í vikunni, fullan pakka af nammi með kveðju um gott gengi í leiknum gegn Ungverjum í kvöld.

Pedersen sendi kassann til Johans Elmander, leikmanns Bolton en sjálfur leikur Pedersen með Blackburn.

Á miða sem fylgdi kassanum stóð að liðið ætti allt að njóta nammisins, þó aðeins eftir leikinn gegn Búlgörum.

"Gangi ykkur vel,

Kveðja,

Morten Gamst Pedersen."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×